Afþreying

Íbúðakjarnar DAS íbúða eru sérsniðnir að fólki 60 ára og eldri. Mikil lífgæði eru fólgin í því að hafa aðgang að afþreyingu og skipulögðu félagsstarfi. Líkamleg og félagsleg virkni er mjög mikilvæg, ekki síst þegar á efri ár er komið. Okkur hjá DAS íbúðum er umhugað um vellíðan íbúa og telur mikilvægt að tryggja aðgengi þeirra að fjölbreyttri afþreyingu og hreyfingu.

Félagsstarf
Íbúum DAS íbúða gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttri afþreyingu, fræðslu og félagsstarfi í samstarfi við Hrafnistu. Starfsemin er mismunandi eftir staðsetningu, þar sem tekið er mið af óskum og þörfum íbúa á hverjum stað.

Viðburðir og skemmtanir
Maður er manns gaman og því eru fjölmargir viðburðir og skemmtanir skipulagðar af þjónustumiðstöðunum og Hrafnistu. Allt miðar það að því að auka lífgsleði og virkni. Sem dæmi má nefna tónleika, skemmtanir, uppákomur, þorrablót, sumarhátíðir og fjölmargt fleira.

rAðstaða
Fyrir fjölbreytta afþreyingu og útivist er þörf á margskonar aðstöðu. DAS íbúðir bjóða því upp á metnaðarfulla aðstöðu til ýmiskonar iðkunar. Má þar meðal annars nefna, púttvelli, samkomusali, matsölur, kaffihús, heilsueflingu og fleira. Aðstaðan er mismunandi eftir staðsetningu hvers lífsgæðakjarna. Sjá nánar HÉR .

Útivist og náttúra
Útivist er góð og ókeypis hreyfing. Það er miklvægt að hafa aðgang að góðum göngustígum og fallegri náttúru til að njóta útivistarinnar. Í nálægð við íbúðirnar er mjög stutt í gróin útivistarsvæði og góða göngustíga.